Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kost á félagslegri heimaþjónustu eiga þeir sem ekki geta hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu s.s. vegna fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Réttur til heimaþjónustu er bundinn því skilyrði að fyrir liggi einstaklingsbundið mat á þörf fyrir þjónustu.

Sækja þarf skriflega um félagslega heimaþjónustu og skulu fylgja umsókn viðeigandi upplýsingar ásamt læknisvottorði ef við á. Sjá umsóknareyðublað hér að neðan.

Eftir að umsókn hefur borist félagslegri heimaþjónustu hefur starfsfólk samband og ákveður heimsókn til að meta í samráði við umsækjanda þörfina fyrir þjónustu. Þegar mat liggur fyrir fær umsækjandi upplýsingar um hvort og þá hvaða þjónusta er samþykkt í samræmi við niðurstöður á mati. Í framhaldinu er gengið frá þjónustusamningi þar sem nánar er tilekið hvaða verkefni starfsmaður skuli inna af hendi.

Staðsetning, síma- og viðtalstímar

Félagsleg heimaþjónusta
Ísafold - þjónustumiðstöð, 1. hæð
Strikið 3
210 Garðabær 

Aðalnúmer öldrunar- og heimaþjónustu: 512 1500

Símatímar alla virka daga:
Kl. 8:00 - 10:00
Kl. 13:00 - 14:00

Opnir viðtalstímar hjá ráðgjöfum félagslegrar heimaþjónustu alla virka daga:
Kl. 13:00 - 16:00

Ekki þarf að panta tíma fyrirfram.

Viðtalstímar þroskaþjálfa vegna liðveislu:
Mánudagar kl. 13-:00 - 16:00
Þriðjudagar kl. 8:00 - 16:00 
Miðvikudagar kl. 13:00 - 16:00
Fimmtudagar kl. 8:00 - 14:00

Nánari upplýsingar:

Margrét Hjaltested, félagsráðgjafi, forstöðumaður félagslegrar heimaþjónustu
Ísafold - þjónustumiðstöð
Sími: 512 1551
Netfang: margrethj@gardabaer.is

Hjördís M. Agnarsdóttir, verkefnastjóri félagslegrar heimaþjónustu
Ísafold - þjónustumiðstöð
Sími: 512 1552
Netfang: hjordisag@gardabaer.is

 

Þuríður Guðný Ingvarsdóttir, þroskaþjálfi, liðveisla
Ísafold - þjónustumiðstöð
Sími: 512 1554
thuriduri@gardabaer.is
Sjá viðtalstíma þroskaþjálfa vegna liðveislu hér að ofan.


Umsókn um félagslega heimaþjónustu
(pdf-skjal)
Gjaldskrá heimaþjónustu
Reglur um heimaþjónustu. (pdf-skjal) 

 

 

 

 

 

Hafðu samband