Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á Ísafold - þjónustumiðstöð er starfrækt dagþjálfun fyrir eldri borgara í Garðbæ sem búsettir eru heima og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima.  

Dvöl er tímabundin, ýmist dagleg eða nokkra daga í viku. Opið er frá kl. 09:00 til 15:00 alla virka daga. Lokað er alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Í dagþjálfun er boðið upp fjölbreytta dagskrá í formi heilsueflingar. Markmið starfsins er að viðhalda virkni og þátttöku í daglegum athöfnum. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, leikfimi, útivera, hjóla og gönguferðir og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í fimm daga vikunnar.

Félagsstarf og viðburðir: Viðfangsefni félagsstarfs er mismunandi eftir áhugasviði og árstímum. Fjölbreyttir viðburðir eru reglulega á dagskrá á Ísafold - þjónustumiðstöð.  Helst má nefna söngskemmtanir, dansleiki, fræðsluerindi, prjónakaffi Rauða Krossins og reglulegar heimsóknir frá nemendur bæjarins. 

Veitingar:
Dagdvalargestum er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegiskaffi á Ísafold.

Forföll: Gestir eru beðnir að tilkynna forföll í síma 512-1555. Mikilvægt er að tilkynnt sé um lengri fjarvistir vegna hvíldarinnlagnar og endurhæfingar með fyrirvara ef hægt er. Notendur geta haldið plássi sínu í allt að átta vikur.

Ferðaþjónusta:
Ferðaþjónusta sér um akstur til og frá heimilum þess sem það þurfa.

Gengið er inn um inngang á austurhlið hússins til móts við Sjálandsskóla. Alls eru 16 rými í dagdvöl Ísafoldar.

Gjaldtaka:
Notendur dagþjálfunar greiða daggjald (1.020 kr.) fyrir veru sína hverju sinni samkvæmt reglugerð Velferðarráðuneytisins um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum.  Innifalið í gjaldi er akstur og fæði.
Alls eru 16 rými í dagdvöl Ísafoldar.

Umsækjandi þarf að hafa lögheimili í Garðabæ.

Nánari upplýsingar: 512-1557/824-2217

Umsóknir:
Með umsókn fylgi upplýsingar frá lækni, hjúkrunarfræðingi og/eða ráðgjafa.

Umsóknareyðublað um dagþjálfun Ísafoldar er á Mínum Garðabæ

 http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1185-2014


 
 
 
 
 
 
 
 
Hafðu samband